Flugfélögin vilja Netgíró
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins tekur sér nookkra daga til að svara spurningum um réttindi farþega.
„Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá forsvarsfólki Netgíró um réttindi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem nýta þjónustuna til að greiða fyrir flugmiða. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar að tjá sig í næstu viku,“ segir í frétt á turisti.is
Þar segir einnig að eina leiðin til að bóka flugmiða á því verði sem kemur fram í auglýsingum WOW air er að greiða með Netgíró.
„Ef þú borgar hins vegar með greiðslukorti þá leggjast 999 krónur ofan á auglýsta farmiðaverðið. Þjónustu Netgíró kostar þó sitt því fyrirtækið rukkar viðskiptavini sína 295 krónur fyrir greiðslur sem eru hærri en 10 þúsund krónur. Það er því í raun ekki hægt að kaupa farmiða á því verði sem kemur fram í auglýsingum WOW. Nýverið hóf svo Icelandair að bjóða upp á Netgírógreiðslur en flugfélagið rukkar þó ekki aukalega fyrir greiðslukortagreiðslurnar og því er í raun dýrara að borga með Netgíró ef fljúga á með Icelandair,“ segir á turisti.is