Íslenska krónan fær ekki bestu einkunn í leiðara Moggans í dag.
„Margar ástæður eru fyrir því að dýrt er að vera á Íslandi. Flug krónunnar er sýnu hærra nú en þegar lágt gengi hennar átti þátt í að ferðamannastraumurinn til Íslands braust fram beljandi fyrir tæpum áratug,“ segir þar og þykir kannski skjóta skökku við. Mogginn hefur farið einna fremst allra í að verja stöðu krónunnar.
Of afleiðingarnar, hverjar eru þær?
„Það er dýrt að búa á Íslandi og teljast ekki ný sannindi. Þetta vita Íslendingar og hefur heldur ekki farið fram hjá útlendingum.“
Og tekur þetta ófremdarástand í?
„Það er ekki gott ef sársaukinn í buddunni er orðinn svo mikill að bragðið finnst ekki af matnum.“
Unnið úr leiðara dagsins í Mogganum.