- Advertisement -

Sanna vill íbúðir frekar en hótel

Tillögu hennar var hafnað af meirihlutafólkinu.

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir Sósíalistaflokki, lagði til á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur að hætt yrði við hót­el­bygg­ingu að Skúla­götu 26. Hún vildi að þess í stað yrðu byggðar íbúðir þar.

Meiri­hlut­inn hafnaði þess­ari hug­mynd Sönnu. Áformað er að byggja þar sautján hæða hótel með nærri tvö hundruð her­bergj­um. Húsið verður alls um þrettán þúsund fer­metr­ar.

Sanna bókaði:

„Þrátt fyr­ir að fyr­ir­huguð sé hús­næðis­upp­bygg­ing á þessu svæði er mik­il­vægt að stuðla að enn frek­ari hús­næðis­upp­bygg­ingu í borg­inni í stað margra hæða hót­el­bygg­ing­ar. Áheyrn­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins tel­ur það að greiða leiðina fyr­ir bygg­ingu svo stórs hót­els í hjarta Reykja­vík­ur, í miðri hús­næðiskreppu, ekki vera ákjós­an­legt, þegar áhersla ætti að vera fyrst og fremst á íbúðaupp­bygg­ingu fyr­ir al­menn­ing.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meirihlutinn rökstuddi afsvar sitt með því að verið sé að byggja margar íbúðir í næsta nágrenni.

„Um þess­ar mund­ir er verið að byggja nokk­ur hundruð nýj­ar íbúðir af alls kon­ar stærðum og gerðum við Hverf­is­götu. Hót­elið sem nú verður byggt rís á skil­greindu at­vinnusvæði við Skúla­götu við hlið Kex-hostels,“ sagði auk annars í bók­un­ meirihlutans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: