- Advertisement -

Forseti Alþingis fékk 97 prósenta hækkun

„Ég hef ekki efni á afþakka launin mín.“ „Við munum ekki líða þessa niðurstöðu. Ég skora á launafólk um land allt að láta í sér heyra um þetta til að brjóta á bak aftur þetta óréttlæti.“

 „Ég geri ekki ráð fyrir að forseti Hæstaréttar hafi efni á því að afþakka launin sín. Það er náttúrlega nákvæmlega það sama með mig. Annaðhvort verða menn að hlíta Kjaradómi eða hætta að láta Kjaradóm ákvarða launin,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, þá forseti Alþingis, í frétt í DV frá því júní 1992.

Þar segir að samkvæmt nýfóöllnum dómi Kjaradóms hækka laun forseta Alþingis úr um 175 þúsund krónum á mánuði í 380 þúsund krónur á mánuði eða 97 prósent.

„Þessi breyting á minni staðsetningu í þessum Kjaradómi er sú að það er búið að staðfesta í raun og veru að embætti forseta Alþingis er núna með þeim hætti að ég er staðsett sem einn af handhöfum forsetavalds og þar með er verið að staðfesta stöðu Alþingis sem það hefur samkvæmt srjórnarskránni sem einn af þremur hyrningarsteinum lýðveldisins. Ég er nú staðsett á sama stað og forseti Hæstaréttar og þar af leiðandi með sömu launakjör og hann. Auðvitað viðurkenna allir að þetta kemur á erfiðum tímum og mönnum bregður í brún. En ég hef ekki lagt það í vana minn að deila við dómarann. Þetta er Kjaradómur sem ákveður þetta án nokkurs samráðsviðAlþingi.“

„Við munum ekki líða þessa niðurstöðu. Ég skora á launafólk um land allt að láta í sér heyra um þetta til að brjóta á bak aftur þetta óréttlæti. Ef þessir hópar, sem fengu launahækkun upp á tugi prósenta, þurftu á lagfæringu að halda þá er ég hættur að skilja þetta þjóðfélag,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: