- Advertisement -

Notar eigin laun í málaferli við kjararáð

Jón Þór Ólafsson þingmaður ráðstafar launahækkuninni sem kjararáð ákvað til þingmanna til að standa undir kostnaði vegna dómsmál gegn þessu sama kjararáði.

Mál Jóns Þórs gegn kjararáði er nú í Landsrétti. „Nú ef ekki þá fær launafólk sterkari samningsstöðu til að sækja réttlætið í gegnum kjarasamninga sem framundan eru, því þá hefur allt vald landsins, framkvæmdar, löggjafar og dómsvaldið sagt að hækkanir Kjararáðs séu réttmætar og aðrir skuli miða við þær.“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn af varaforsetum Alþingis ver þeirri launahækkun, sem kjararáð ákvað að hann fengi, til að standa undir kostnaði við dómsmál til að fá ákvörðun kjararáðs hnekkt. Málið er núna fyrir Landsrétti.

„Annað hvort fáum við réttlæti fyrir dómstólum, með því að ákvörðun kjararáðs verður dæmd ólögleg og leiðrétt. Þá fær launafólk meira réttlæti og meiri stöðuleika á vinnumarkaði sem er gott fyrir okkur öll,“ segir Jón Þór.

Nú ef ekki þá fær launafólk sterkari samningsstöðu til að sækja réttlætið í gegnum kjarasamninga sem framundan eru, því þá hefur allt vald landsins, framkvæmdar, löggjafar og dómsvaldið sagt að hækkanir Kjararáðs séu réttmætar og aðrir skuli miða við þær.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég hef talað fyrir sanngirni og stöðuleika frá upphafi og lagt mína hækkun í að ná því fram. En ef það er ekki í boði þá er launafólk í sterkari samningsstöðu að ná fram sanngirni í genum óstöðuleika á vinnumarkaði.“

Allur þingflokkur Pírata lagði fram frumvarp til að þessar miklu hækkanir kjararáðs á launum ráðamanna væru dregnar til baka. „Meirihlutinn svæfði málið í nefnd,“ segir Jón Þór. Hér má sjá Jón Þór flytja tillögu Pírata.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: