- Advertisement -

Sjálfstæðismenn vilja fá svör

Kosningar Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði á fundi borgarráðs i gær ósk þeirra Sjálfstæðismanna í ráðhúsinu, að lögð verði fram greinagerð greinargerð frá yfirkjörstjórninni í Reykjavík um framkvæmd borgarstjórnarkosningar 31. maí sl. og talningu vegna þeirra vegna hnökra, sem upp komu við framkvæmdina.

Kjartan sagði endurrit úr gerðarbók yfirkjörstjórnar ekki vera fullnægjandi svar við þeim spurningum sem lagðar voru fram. „Er því rétt að ítreka ósk um greinargerð, þar sem æskilegt er að fjallað verði um þá hnökra, sem komu upp við umrædda framkvæmd og hvernig var bætt úr þeim,“ segir í bókun Kjartans í borgarráði í gær.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: