- Advertisement -

Flokkarnir sem tala niður til fólksins

Eiríkur Bergmann og svo Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson. Eiríkur segir að í forystu fyrir stjórnmálaflokka verkalýðsins, sé komið komið allt annarskonar fólk, en áður var. Langskólagengnir menntamenn, fólk sem hefur áhuga á fleiru heldur en stéttarbaráttunni, launabaráttunni, lífskjarabaráttunni. Það fólk er með áhuga á umhverfisvernd, jafnréttismálum, lýðræðisumbótum og svo framvegis. Katrín og Logi eru formenn þeirra flokka sem eiga rætur í verkalýðsbaráttunni. Hafa ræturnar trosnað?

Jón Ormur Halldórsson, annar stjórnanda þáttarins Samtal, sem er á dagskrá rásar eitt á sunnudagsmorgnum, spurði Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hvort verið geti að forystumenn þeirra flokka, sem áður töldust til stjórnmálaflokka verkamanna, hafi gengið af trúnni þannig að fólki þykir þeir stjórnmálamenn tala niður til sín.

„Ég held að þú komir þarna að vanda sósíaldemókrötunnar í heiminum, einkum á vesturlöndum,“ svaraði Eiríkur.

Eiríkur sagði að í forystu fyrir þessa flokka, þegar líða tók á tuttugustu öldina, hafi komiið allt annarskonar fólk. Langskólagengnir menntamenn, fólk sem hefur áhuga á fleiru heldur en stéttarbaráttunni, launabaráttunni, lífskjarabaráttunni. Það fólk er með áhuga á umhverfisvernd, jafnréttismálum, lýðræðisumbótum og svo framvegis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eiríkur nefndi sem afleiðingar að tengslin við ræturnar, verkafólkið sjálft, trosni. Menn fara að ímynda sér að ekki sé lengur til neinn verkalýður, vegna þess að störfin hafa breyst. „Auðvitað er flest fólk verkalýður. Fólk sem vinnur þjónustustörf, sem vinnur í stofnunum, skólum og svo framvegis.“

Eiríkur sagði að auðvitað teljist það fólk til verkalýðs, fólk sem lifir af launum sínum. „Fólk sem er tveimur launatékkum frá fjárhagsvandræðum. Sósídemókratísuflokkarnir gleyma þessu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: