- Advertisement -

Fengu 12 milljónir en eyddu 28

Að öllu samanlögðu fékk Miðlokkurinn tæpar 12 milljónir króna til ráðstöfunnar í fyrra. Það breytti því ekki að stjórnendur hans eyddu mun meiri peningum en það, eða tæpum 28 milljónum króna.

Mest allra greiddi ríkissjóður til Miðflokksins, eða þrjár milljónir, hin ýmsu fyrirtæki létu flokkinn fá sjö milljónir króna og tæpar tvær milljónir fékk Miðflokkurinn frá hinum ýmsu einstaklingum, meðal annars frá  bróður og pabba formannsins, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar.

Meðal þeirra fyrirtækja sem spenntu bogann í botn og kusu að láta Miðflokkinn fá eins mikið og lög leyfa voru, útgerðarfélögin Brim hf., HB Grandi hf. og Þorbjörn hf.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: