- Advertisement -

Sjómenn ákveða ekki brottkast

Úlfar Hauksson. Ljósmynd: akureyri.net.

Úlfar Hauksson, stjórnmálfræðingur og vélfræðingur og margreyndur sjómaður skrifar:

Nú er margt hægt að segja um þessa umsögn SA á hugmyndum um bætt eftirlit með veiðum og vinnslu sjávarafla.

Í fyrsta lagi ber að geta þess að þessar hugmyndir koma ekki til út af „meintum og ætluðum brotum“. Sýnt hefur verið fram – svo hafið er yfir vafa – að brot hafa átt sér stað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í öðru lagi þá er það svo að myndavélaeftirlit sem þetta kemur ekki inn á einkalíf fólks heldur er einungis um að ræða eftirlit á starfstöð og strangar reglur erum um meðferð gagna sem aflað er.

Í þriðja lagi þá búum við við myndavélaeftirlit á vegum úti og á ákveðnum stöðum eins og í miðborgum til að gæta öryggis og ég veit ekki til þess að heiðvirðir borgarar amist við því. Að auki er algengt að verslanir búi yfir myndavélakerfi og fylgist með viðskipavinum sínum til að sporna gegn þjófnaði og til að auka öryggi starfsfólks.

Í fjórða lagi þá er þessi setning í senn ósmekkleg og uppfull af froðu: „Það er ekki óvenju­legt að frétta­flutn­ing­ur af meint­um mis­brest­um í ólíkri starf­semi komi upp og það er nauðsyn­legt að eft­ir­lits­stjórn­völd beiti úrræðum sem samrýmast regl­um um meðal­hóf og eru í sam­ræmi við til­efnið í stað að gera alla starf­semi í viðkom­andi at­vinnu­grein tor­tryggi­lega og ganga út frá að starfs­fólkið stundi lög­brot við venju­bund­in störf sín“.

Eins og komið hefur fram þá hefur verið sýnt fram á ótvíræð brot og hér er því ekki um að ræða meint brot. Jafnframt er ljóst að núverandi eftirlit er ekki að virka og að stjórnvaldið – Fiskistofa – hefur ekki bolmagn til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Það versta við þessa setningu er að venjulegt starfsfólk er sett í forgrunn sem brotaaðili.

Nú er það svo að t.a.m. sjómenn taka það ekki upp hjá sjálfum sér að henda fiski. Þau boð koma annars staðar frá. Og aðferðin er ekki með þeim hætti að bein skipun komi um að henda fiski. Hún er þannig að sjómönnum er uppálagt af stjórnendum í landi að veiða og koma með ákveðinn afla og aflasamsetningu í land og mikill þrýstingur settur á skipstjórnarmenn um að halda sig innan ramma Exel skjalsins. Svona skipanir kalla á brottkast. Þetta vita allir sem migið hafa í saltan sjó á fiskimiðunum í kringum landið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: