- Advertisement -

Blekkingarhúsið mikla við Borgartún

Þrýstihópar og lobbýistar flestra fyrirtækja landsins eiga heimilisfesti að Borgartúni 35 í Reykjavík. Húsið er upp á margar hæðir og á hverri og einni þeirra er starfandi hópur fólks sem hefur þau hluverk helst að berjast fyrir gengisfellingu og ekki síður er þeim ætlað að berjast með oddi og egg til að almenn laun hækki ekki, allavega engu sem nemur.

Þau sem þar starfa eru, einsog allir vita, búin að innbyrða margfaldar launahækkanir þess sem hóparnir í B35 vilja skammta hinum almenna Íslendingi. Það er ekkert nýtt. Stundum missir fólkið í B35 sjónar á öllum og öllu. Það gerist þegar mikið liggur við. Miklir hagsmunir eru undir. Þá fer hálaunafólkið í B35 jafnvel kyrfilega fram úr sér.

Samtök atvinnulífsins hafa eina hæð í B35 og Samtök ferðaþjónustunnar eru  á einhverri annarri hæð. Lobbýistar beggja komu fram í fjölmiðlum og kenndum krónunni um (þ.e. er þau kröfðust þess að gengi krónunnar yrði fellt eigendum B35 til góðs en um leið yrði það aðför gegn almenningi) hversu ferðafólki frá miðevrópu hafði fækkað hér á landi.

Þá kom frétta- og ferðavefurinn Túristi með staðreyndir málsins. Flugferðum hafði verið fækkað í nánast sama hlutfalli og farþegum hafði fækkað. Fátt eðlilegra. Þetta vissu lobbýistarnir þegar þeir blákalt héldu öðru fram. Málflutningurinn virðist ekki alltaf þurfa að vera kórréttur. Nema þá í eyrum eigenda blekkingarhússins að Borgartúni 35 í Reykjavík.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: