- Advertisement -

Vindum ofan af aumingjavæðingunni

Framundan er mikið uppgjör í verkalýðshreyfingunni. Forsetakkjör ASÍ verður toppurinn í baráttunni. Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson hafa boðið sig fram til forseta. Þau eru fulltrúar tveggja tíma. Sverrir Mar þess sem var og Drífa þess sem margt fólk vill að verði.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er einn þeirra sem hafa hvað mest áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. Í útvarpsþættinum, Annað Ísland á útvarpi Sögu, sagðist hann ekki geta veitt Sverri Mar sinn stuðning. Ragnar Þór sagði þar að Sverrir tilheyri þeim hópi sem hann berst gegn og því komi ekki til greina að kjósa hann. Sverrir hefur verið dyggur stuðningsmaður Gylfa Arnbjörnssonar fráfarandi forseta ASÍ. Sverrir hefur einn lýst yfir framboði.

„Við erum að vinda ofan af verkalýðshreyfingu sem var búið að aumingjavæða síðustu áratugi með þeim hætti að fólk hafði engann áhuga á henni, hafði engann samhljóm með forustunni. Hún var búin að tapa tengslum við fólkið. Þetta er kjarninn í baráttunni, ef þetta verður í lagi þá náum við árangri. Og ef ekki, verður horft á okkur einsog höfuðlausan her með ekkert bakland,“ sagðði Ragnar Þór í Annað Ísland.

Ragnar Þór segir að nú hafi myndast mikil stemning í samfélaginu og ef fólk stendur fast með nýrri forystu í mörgum stéttarfélaginu verði allt hægt. „Við getum orðið ósigrandi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann sagði stjórnvöld óttast mest að takist að mynda mikla stemningu með því að fólk standi að baki forystunni.

Þing Alþýðusambandsins verður í október. Þar kemur endanlega í ljós hvort verður ofan á, það sem hefur verið eða hvort breytt verður til í efsta lagi Alþýðusambandsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: