- Advertisement -

Fjórtán sinnum verri en Norðurlöndin

Gunnar Smári Egilsson.

Rætur upprisu almennings gegn auðvaldi og stjórnmálaelítunni sem sinnir erindum þess; má m.a. sjá í þessu grafi. Ef lífskjör hinna verr stæðu á Íslandi og aðgengi þess fólk að heilbrigðisþjónustu væru sambærileg og á hinum Norðurlöndunum þyrftum við að lifa við þá skömm að um 875 manns þyrfti að neita sér um læknisþjónustu vegna fátæktar. Skömm okkar er hins vegar meiri en svo því um 12250 landa okkur eru í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leita til læknis; tekjurnar eru of lágar og gjöldin of há. Á þessum mælikvarða, frá sjónarhóli hinna verst stæðu (sem er eini nothæfi mælikvarðinn) er Ísland fjórtán sinnum verra land en Norðurlöndin.

Í stað þess að gera vel við þau sem standa veikast höfum við Íslendingar ákveðið að gera sérstaklega vel við auðvaldið og elítuna. Hvergi í okkar heimshluta er hagnaður banka jafn stór hluti af landsframleiðslu, hvergi í okkar heimshluta fá kjörnir fulltrúar og pólitískt ráðið embættisfólk hærri laun, hvergi í okkar heimshluta eru gróðafyrirtæki jafn fyrirferðamikil á húsaleigumarkaði og hvergi í okkar heimshluta greiða fyrirtæki, fjármagn og eignafólk lægri skatta en á Íslandi. Ísland er gott samfélag frá sjónarhóli hinna best settu. Og hin best settu skilja ekki hvers vegna almenningur er að rísa upp, átta sig ekki á hvaðan krafan um brettingu kemur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er ekki allt í góðu? spyrja Bjarni og Katrín.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: