- Advertisement -

Guðni opnaði fyrir jarðasölu

Enginn þingmaður sagði nei. Frumvarpið lagt fram af kröfu auðmanna.

Gunnar Smári Egilsson.

Forsenda uppkaupa auðmanna á bújörðum er breyting á jarðalögum og ábúðarlögum 2004, en Guðni Ágússton þáverandi landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp þar um, meðal annars af kröfu íslenskra auðmanna; manna á borð við Ólaf Ólafsson í Samskipum, sem voru þá að kaupa upp bújarðir. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn þessum lögum en fjögur úr VG sátu hjá: Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson.

Þessi greiddu breytingunum atkvæði sitt (44): Adolf H. Berndsen, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Árni Magnússon, Árni M. Mathiesen, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Bjarnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Dagný Jónsdóttir, Davíð Oddsson, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Már Sigurðarson, Guðjón Hjörleifsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnar Birgisson, Gunnar Örlygsson, Hjálmar Árnason, Jóhann Ársælsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Mörður Árnason, Pétur H. Blöndal, Sigríður Ingvarsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sigurjón Þórðarson, Sólveig Pétursdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarphéðinsson.

Greiddu ekki atkvæði (4): Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson.

Fjarvist (5): Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Helgi Hjörvar, Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson.

Fjarverandi (10): Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Þessi breyting var því gerð í góðri þverpólitískri sátt þáverandi þingflokka, eins og mörg önnur óáran. Alþingi hefur verið lítil fyrirstaða gegn vilja auðmanna, þeir hafa vanalega fengið það sem þeir hafa beðið um.

Stórmerkilegt er að sjá hversu auðveldlega þessi frumvörp runnu í gegnum þingið, umræða var nánast engin. Auk Guðna Ágústssonar, sem mælti fyrir frumvarpinu, tók engin þingmaður til máls í umræðum í þingsal nema Drífa Hjartardóttir, sem mælti fyrir meirihlutaáliti landbúnaðarnefndar, og Jón Bjarnason, sem skýrði minnihlutaálit sitt. Þessi umræða fór fram á miðnætti. Ljóta skrípastofnunin, þetta Alþingi. Það verður að segjast.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: