- Advertisement -

Logi segir Steingrím ekki sinn yfirmann

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem eru ósáttir við afsökunarbréf Steingríms J. Sigfússonar þingforseta vegna Þingvallafundarins.

„Þingforseti hefur m.a. það hlutverk að skipuleggja þingstörfin, í samstarfi við fulltrúa annarra flokka og stjórna þingfundum en er hins vegar ekki yfirmaður þingmanna.

Hann er vissulega valinn með atkvæðum þorra þeirra í trausti þess að hann sé forseti alls þingsins. Er þó tilnefndur af stjórnarflokkunum og greiðir oftast atkvæði með sínum flokki og tekur til máls eftir því sem hann sjálfur kýs.

Mér finnst því ekki við hæfi að forseti þingsins, sem er fulltrúi tiltekins flokks, biðjist afsökunar á þingmönnum úr öðrum flokkum, þar með talið mínum,“ skrifar Logi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: