- Advertisement -

Boðar átök um veiðigjöldin

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gerir ráð fyrir átökum á Alþingi í haust þegar ríkisstjórnin heldur áfram tilraunum til lækkunnar veiðigjalda.

„Það stóð upp úr stjórnarþingmönnum í vor að það yrði bara að lækka veiðigjöldin afturvirkt því að útgerðin þyldi ekki meiri gjaldtöku. Þetta sögðu þau og lögðu fram tillögu um lækkun sem færði stærstu útgerðarfyrirtækjunum rétt tæp 90% summunnar (rúmir 2,7 milljarðar) sem veita átti úr ríkissjóði til að hlaupa undir bagga með þeim,“ skrifar hún.

Og heldur áfram: „Fjármálaráðherrann sagði í atkvæðaskýringum eitthvað á þá leið að sumir héldu að þetta ætti bara við lítil útgerðarfyrirtæki en að það væri ekki rétt. Þetta ætti við öll fyrirtækin. Forsætisráðherrann sagði að þó að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir lækkunina í vor þá ætluðu þau bara að leggja þetta aftur fram í haust. Svo mikla telja þau þörfina fyrir lækkun veiðigjalda en þau geta ekki mætt körfum ljósmæðra. Forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er skýr en ég er ekki viss um að það viðri betur til lækkunar veiðigjalda í haust.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: