- Advertisement -

Hefur trú á Skúla og Björgólfi

„Samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar hefur vöxtur félaganna verið ævintýralegur. Rekstur þeirra er augljóslega erfiðari en á undanförnum árum meðal annars vegna hærri olíukostnaðar, launakostnaðar og annara áskorana sem fylgja örum vexti. Ég hef fulla trú á stjórnendum félaganna til þess að bregðast við breyttum aðstæðum og stýra félögunum yfir á beinu brautina.”

Þetta eru viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við frétt Túrista þar sem segir meðal annars: „Samanlagt standa Icelandair og WOW air undir um 8 af hverjum 10 flugferðum frá Keflavíkurflugvelli. Mikilvægi fyrirtækjanna tveggja fyrir samgöngur til og frá landinu er því mikið og þar með fyrir ferðaþjónustuna sem er ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar. Staða flugfélaganna tveggja hefur hins vegar veikst síðustu misseri eins og fram kom í tilkynningum frá flugfélögunum í síðustu viku.“

„Þannig gera áætlanir forsvarsfólks Icelandair nú ráð fyrir nokkru minni hagnaði í ár en áður hafði verið spáð. Fyrir helgi birti WOW air svo loks afkomu sína fyrir síðasta ár og niðurstaðan var tap upp á rúma 2,3 milljarða. Það er mikill viðsnúningur frá árinu 2016 þegar hagnaðurinn nam nærri 4 milljörðum.“

„Aðspurður um þessa versnandi stöðu segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, að hann hafi trú á stjórnendum flugfélaganna

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samkvæmt svari frá samgönguráðuneytinu þá kallaði ráðuneytið fyrr á þessu ári eftir upplýsingum frá Samgöngustofu um framkvæmd á á fjárhagsmati á flugrekendum. En sú stofnun fer með eftirlit með rekstrarhæfi flugrekenda,“ segir á turista.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: