- Advertisement -

Þau ríku stela undan skatti

Gunnar Smári Egilsson.

Fyrir nokkrum árum sýndi norsk könnun fram á að allra ríkasta fólkið stingur að meðaltali um 35% af tekjum sínum undan skatti. Sama hlutfall meðal hinna tekjulægstu er nánast 0%. Samt stundar Tryggingastofnun linnulausar rannsóknir og njósnir til að koma í veg fyrir möguleg undanskot öryrkja og eftirlaunafólks, þar sem líkurnar á að finna glæp er nánast engar.

Nær væri að halda uppi linnulausri skattrannsókn á útgerðaraðlinum og öðrum sem tilheyra hinum efnamestu á Íslandi. Ég veit að það er ljótt að fullyrða að um alla einstaklinga innan tiltekins hóps; en samt er nánast án fyrirvara hægt að segja að það fólk sem hefur komist í miklar álnir stingi undan skatti. Að ríkur maður sé glæpamaður, með öðrum orðum.

Það er álíka auðvelt að finna saklausan ríkan mann og að troða úlfalda í gegnum nálarauga. Jesús sagði það, ekki skamma mig. Við eigum því að umgangast auðugt fólk sem skattsvikara, annað er óskynsamlegt. Og siðlaust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við eigum ekki að hampa því fólki sem stelur frá okkur. Það er heimskulegt. Og ókristilegt.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: