- Advertisement -

Heil eða hálf steypireyður

Píratinn Smári McCartey er meðal þess fólks sem finnst rangt að hér séu stundaðar hvaleiðar. Hann hafði orð á þessu á Alþingi, það er áður en þjóðþingið brá sér í sumarfrí.

Smári skrifar á Facebook.

„Það voru og eru til löglegar leiðir til að stöðva hvalveiðarnar, með því að draga til baka undanþágu í CITES samningnum fyrir langreyði, sem er (burtséð frá öllum tilraunum til að skilgreina sig framhjá vandamálinu) í útrýmingarhættu. Ég margbenti á þetta á þinginu í vor, við takmarkaðar undirtektir.

Núna er búið að stórskaða ímynd Íslands með ólöglegu drápi á steypireyði (eða hálfum steypireyði), ímyndartjón sem mun fara langt umfram þær 40000 gullkrónur sem hægt er að sekta ef (og aðeins ef) ekki er um að ræða blending. Ríkisstjórn VG hafði fullt af tækifærum til að stöðva þetta, en nú borgar þjóðin brúsann fyrir óarðbært áhugamál eins manns.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: