- Advertisement -

Heimasmíðað hallæri

Júlímánuður heilsar okkur með heimasmíðuðu hallæri. Ríkisstjórn Íslands er ofviða að sjá til þess að hér sé viðunandi heilbrigðiskerfi. Í dag starfa á annan tug færri ljósmæður á Landspítala en gerðu í gær. Allt er þetta afleiðing eða annað hvort getuleysi eða viljaleysi fjármálaráðherra.

Starfsfólk heilbrigðisstofnana reynir hvað það getur, sem er ekki nóg. Alveg fjarri því. „Spítalinn hefur sett upp aðgerðaráætlun og undirbúið aukna samvinnu á milli deilda spítalans og jafnframt fengið vilyrði frá öðrum heilbrigðisstofnunum um að veita aukna þjónustu í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. En þetta er bara ekki svona.

„Deildin er náttúrulega bara með fjögur rými, sem sagt legurými. Þannig að það er ekkert gríðarlega mikill fjöldi sem við getum tekið á móti. Við reynum að gera það sem hægt er en frá og með 6. júlí þá þurfum við að draga úr þjónustu okkar vegna sumarfría. Þannig að eftir klukkan tíu er engin ljósmóðir á deildinni,“ sagði Ingibjörg S. Steindórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í fréttum rúv.

Semsagt, búið er að finna einhverskonar lausn, en bara í sex daga. Þá versnar staðan enn frekar og framundan eru fleiri uppsagnir og meira hallæri. Þær ljósðmæður sem hafa sagt upp og eru hættar störfum kunna að fara í önnur störf hvenær sem er og koma þá kannski ekki aftur þegar og ef viðhorfsbreyting verður innan ríkisstjórnar Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér að neðan er neyðaráætlunin sem er í gangi, þar kemur í ljós hversu hallærið er mikið og alvarlegt. Sjúklingum er stefnt í hættu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: