- Advertisement -

Þeir eru bara alveg hreint milljón

Einungis hefur komið svar frá einu ráðuneyti um hversu mikið einstaka þingmenn hafa fengið í sinn vasa, aukalega. Svörin eru frá þeim tíma sem Jón Gunnarsson var samgömnguráðherra. Hann hafði séð til þess að tveir af félögum hans, í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, hafa fengið sitthvora milljónina.

Ásmundur Friðriksson fékk 957 þúsund krónur og Haraldur Benediktsson fékk 921 þúsund krónur. Annar fyrir vinnu að samgönguáætlun og hinn fyrir vinnu fyrir fjarskiptasjóð.

Hér eru engar skerðingar, ekki króna á móti krónu, svo þingmennirnir héldu öllum öðrum launum.

Bjarni Benediktsson brást reiður við fyrirspurninni sem dró fram þessi svör. Svör frá fleiri ráðuneytum eru væntanleg.

Stundin fjallar um þetta og segir: „Upplýsingarnar eru veittar að beiðni Björns Levís Gunnarssonar sem hefur sent öðrum ráðuneytum sams konar fyrirspurnir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kvartaði undan fjölda og umfangi fyrirspurna í sumar og nefndi þessa tilteknu fyrirspurn Björns sem dæmi um að þingmenn væru komnir út í móa. „Spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna sl. tíu ár. Hvernig greiðslum til þeirra hafa verið háttað, hvað ætla megi að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?,“ sagði hann.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: