- Advertisement -

Flokkur fólksins mótmælir í borgarráði

Allir borgarfulltrúar minnihlutans, það er þau sem eiga sæti eða eru áheyrnarfulltrúar í borgarráði, gerðu athugasemd við að ekkert var fjallað um þær tillögur sem vísað var frá á síðasta fundi borgarstjórnar í borgarráð. „Í staðinn er þeim vísað annað af hálfu skrifstofu borgarstjórnar. Eðlilegt væri að borgarráð fjallaði sjálft um tillögurnar á þessum fundi en þær væru ekki komnar sjálfkrafa til meðferðar í kerfinu án umfjöllunar.“

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, sem er áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði fram bókun:

„Flokkur fólksins vill bóka athugasemd vegna málsmeðferðar þ.e. í hvaða farveg tillaga Flokks fólksins sem lögð var fyrir á borgarstjórnarfundi 19. júní, um að fenginn verði óháður aðili til að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum, hefur verið sett í en á undirbúningsfundi fyrir borgarráðsfund var ákveðið að leita umsagnar fjármálastjóra og innri endurskoðunar á tillögunni. Þessu er mótmælt enda gengur tillagan út á að fela óháðum aðila að gera þessa úttekt og væri eðlilegra að sá aðili óskaði eftir þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja eftir atvikum. Með þessari ákvörðun er gengið á svig við grunnatriði tillögunnar um að fenginn verði óháður aðili til verksins og því óeðlilegt að óska umsagnar ofangreindra aðila fyrst.“

Meirihlutafulltrúarnir finna ekkert að því sem Kolbrún mótmælir og bókuðu:

„Þegar tillögu úr borgarstjórn er vísað til borgarráðs er eðlilegt að borgarráð byrji að afla upplýsinga þaðan sem viðkomandi þekking liggur. Tilgangurinn með því er að ná sem mestri dýpt í umræðu innan borgarráðs þegar gögn liggja fyrir. Með því að birta embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar með þessum hætti eru borgarráðsfulltrúar upplýstir um það hvar viðkomandi tillögur standa. Þá geta allir fulltrúar borgarráðs óskað eftir umsögnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: