- Advertisement -

Nýr þáttur á Útvarpi Sögu

Sanna og Daníel verða meðal gesta.

Klukkan fjögur í dag fer í loftið nýr þáttur á Útvarpi Sögu, Annað Ísland, nefnist hann. Stjórnendur þáttarins verða synir Egils, þeir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús, það er sá sem þetta skrifar.

Í þættinum verður stigið inn á annað svið en tíðkast hefur hingað til. Viðmælendurnir eru sóttir út fyrir þann hóp sem oftast er kallaður til, til að ræða samfélagsmál. Í þessum fyrsta þætti verður helst horft til húsnæðismála og talað við fólk sem hefur magnaða reynslu af því ástandi sem þar ríkir.

Opnað verður fyrir síma þar sem hlustendum verður gefinn kostur á að segja frá sinni reynslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá koma í þáttinn þau Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarson, en þau skipa borgarstjórnarflokk Sósíalistaflokksins.

Þátturinn verður á dagskrá á fimmtudögum, milli klukkan fjögur og sex, í sumar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: