- Advertisement -

Með þráhyggju fyrir skatti á skuldara

„Þrá­hyggja þing­manns svo­kallaðs Miðflokks um góðgerðir við vog­un­ar­sjóði er hvort tveggja í senn, þrá­hyggja og mis­skiln­ing­ur. Banka­skatt­ur er álög­ur á lán­tak­end­ur og er mál að linni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks, í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Vilhjálmur rifjar upp að 62 þingmenn af 63 samþykktu bankaskattinn, hann einn var á móti.

Skaðlegur skattur

„Þegar stjórn­málamenn ætla að gera góðverk , snýst góðverkið upp í and­hverfu sína. Senni­lega er skatt­ur sá er lagður var á skuld­ir banka, þ.e. 0,376% á skuld­ir þeirra, skaðleg­asti skatt­ur sem nokk­ur rík­is­stjórn hef­ur lagt á,“ skrifar Vilhjálmur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Með ein­föld­um sam­an­b­urði á lána­kjör­um banka og líf­eyr­is­sjóða sést að bank­ar greiða ekki þenn­an skatt. Það eru lán­tak­end­ur sem greiða þenn­an skatt.“

Greiddu 400 milljarða

„Vissu­lega var öðrum ætlað að bera hann, þ.e. kröfu­höf­um í þrota­bú­um gömlu bank­anna. Nú hafa þau þrota­bú verið leyst upp með nauðasamn­ing­um og aðeins starf­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki inn­heimta þenn­an skatt af lánþegum. Þrota­bú­in hafa greitt um 400 millj­arða í stöðug­leikafram­lag.“

Lántakendur greiddu „leiðréttinguna“

Vilhjálmjur kemur einnig að leiðréttingunni svokölluðu: „Ef alþing­is­menn bera um­hyggju fyr­ir lánþegum, þá er ein­fald­ast að leggja þenn­an skatt af strax. Verk­efni því sem skatt­in­um var ætlað að fjár­magna, svo­kallaðri „leiðrétt­ingu verðtryggðra hús­næðislána“, er lokið. Lán­tak­end­ur greiddu það verk­efni með 1% verðbólgu á ári í fjög­ur ár og ½% hærri raun­vöxt­um en ella, auk um það bil 0,4% álags vegna banka­skatts­ins hjá þeim sem skulduðu í bönk­um. Slíkt var nú góðverkið!“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: