- Advertisement -

Allt það sem Svandís gleymdi

Marta Jónsdóttir, sem er starfandi hjúkrunrafræðingur, leggur Svandísi Svavarsdóttur gott lið í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Marta byrjar greinina svona:

„Í grein heil­brigðisráðherra, „Næstu skref“, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 16. júní síðastliðinn, varð henni tíðrætt um næstu skref sem þarf að stíga til að bæta heil­brigðis­kerfið. Tal­in voru upp mörg verk­efni, bæði sem snúa að Land­spít­ala og öðrum stofn­un­um. Sum­arið er góður tími til að nýta í þágu heild­stæðrar heil­brigðisþjón­ustu.“

Síðan kemur upptalningin, sem er ekki stutt:

„Sum­arið 2018 þegar Land­spít­ali þarf að loka sér­hæfðri bráðþjón­ustu fyr­ir hjarta­sjúk­linga í fjór­ar vik­ur vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um.

Sum­arið 2018 þegar fíknigeðdeild Land­spít­ala er lokað í sjö vik­ur vegna mann­eklu.

Sum­arið þegar ljós­mæður standa í harðri kjara­bar­áttu.

Marg­ar hafa sagt upp og fyr­ir­séð að ekki verður hægt að halda uppi ör­uggri þjón­ustu fyr­ir fæðandi kon­ur og nýbura eft­ir 1. júlí.

Sum­arið þegar starfs­fólk Land­spít­ala tjá­ir sig op­in­ber­lega, lýs­ir yfir áhyggj­um af ástand­inu og not­ar setn­ing­ar eins og „við erum hrædd um ör­yggi sjúk­linga“.

Sum­arið sem hófst með tæp­lega 50 lokuðum sjúkra­rým­um á Land­spít­ala vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um.

Sum­arið þegar heima­hjúkr­un höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur lýst því yfir að hún kvíði sumr­inu vegna mann­eklu.

Sum­arið þegar for­dæma­laust álag er á bráðamót­töku Land­spít­ala, vant­ar að manna allt að 100 vakt­ir og það eina sem fram und­an er er meira álag. Von­andi ger­ist ekk­ert al­var­legt.

Það er mik­il­vægt að byggja hús, skapa gott um­hverfi, hlúa að framtíðinni.

Enn mik­il­væg­ara er að hafa í huga að heil­brigðis­kerfi er og verður ekki byggt upp á hús­um, heil­brigðis­kerfi er byggt upp á fólki.

Til að hægt sé að bjóða upp á heild­stæða heil­brigðisþjón­ustu þarf að bæta kjör heil­brigðis­stétta.

Það er nú eða aldrei, sum­arið er ekki bara góður tími, það er mögu­lega eini tím­inn sem við höf­um.“

Í dag skrifar einnig ljósmóðirin, Guðrún Pálsdóttir, sem segir: „Það vantar ljósmæður til starfa. Svarið er ekki að fjölga útskrifuðum ljósmæðrum þegar einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast sér sér fært að hefja störf eftir nám.“

Allt eru þetta eflaust þarfar ábendingar. Svo er að sjá hvort ráðherra geri eitthvað með það sem sagt er og bent er á.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: