- Advertisement -

Illa farið með ráðherrana

 

Eflaust er ekki andskotalaust að vera ráðherra. Minnug þess sem Davíð Oddsson sagði, sá maður sem hefur lengri reynslu af því en aðrir núlifandi menn, að sumir sem verði ráðherrar verði fljótt húsvanir. Í Reykjavíkurbréfi morgundagsins skrifar enn um þetta sama, eða næstum því.

„Það er hörmu­leg staðreynd að marg­ir æðstu emb­ætt­is­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins eru löngu gengn­ir í ESB. Þegar ráðherr­ar ber­ast fyr­ir vindi upp í það ráðuneyti, sem ekki hafa höndlað þá réttu trú og fara ekki eins vel í taumi og hinir, þá bíða emb­ætt­is­menn þá af sér en þoka mál­um þó eins langt í átt að fyr­ir­heitna land­inu og þeir þora,“ skrifar utanríkisráðherrann fyrrverandi. Og hér er eflaust skrifað frá eigin reynsluheimi.

„Komið er kurt­eis­lega fram við ráðherr­ann sem ekki hef­ur höndlað sann­leik­ann og jafn­vel gefið í skyn að eitt­hvert mark sé á hon­um tekið,“ skrifar Davíð og heldur áfram: 2Fræg­asta dæmið er bréfið um að um­sókn um aðild að ESB væri aft­ur­kölluð. Það var auðvitað flókið verk­efni fyr­ir þessa emb­ætt­is­menn. Því í bréf­inu þurfti ein­ung­is að standa „að aðild­ar­um­sókn að ESB væri aft­ur­kölluð“. En emb­ætt­is­menn­irn­ir gjörðu með ein­dæm­um djarfa til­raun til að fífla ráðherr­ann sem í hlut átti og reynd­ar alla rík­is­stjórn­ina. Og það tókst! Nú segja hinir sömu aðspurðir að um­sókn­in hafi ekki verið aft­ur­kölluð. Ekki hafi verið hætt við hana, held­ur „hafi verið gert var­an­legt hlé á henni“. Þetta orðalag er ekki til. Fjór­tán ára sætavís­ari í Aust­ur­bæj­ar­bíói vissi hvað hlé þýddi og merk­ing þess hef­ur ekki breyst í 56 ár. Í Kór­eu gerðu menn vopna­hlé fyr­ir 65 árum. Það hlé hef­ur verið nokkuð var­an­legt. En þó telja menn óhjá­kvæmi­legt að binda enda á það ástand.“

Og svo kemur Davíð við í stjórnarsrkánni: „Það er raun­ar merki­legt að heyra reglu­bundið að óhjá­kvæmi­legt sé eft­ir „hrunið!“ að breyta stjórn­ar­skránni. En það er þó sýnu merki­legra að þeir þing­menn, sem þannig tala, gera jafn­an minna með það en all­ir aðrir hvort gild­andi stjórn­ar­skrá sé van­virt eða ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: