- Advertisement -

Kammerkór í útrás

Menning Kammerkór Suðurlands er í útrás og hélt stórtónleika á vegum Curated Place mánudaginn fyrir viku á AGEAS Alþjóðlegri Listahátíð í Salisbury í Englandi.Tónleikarnir sem báru heitið In Memoriam of Sir. John Tavener voru einn af hápunktum hátíðarinnar og fóru  fram í hinu gotneska Salisbury Cathedral sem á sér yfir 750 ára sögu. Nær uppselt var á tónleikana sem hlutu mikið lof áhorfenda og glæsilega umfjöllun í netútgáfu hins virta breska dagblaðs Daily Telegraph þar sem kórnum var hrósað hástert fyrir flutninginn.

„Það var áhrifamikið að heyra enska tungu sungna af svo mikilli dulúð og einstakur kraftur orðanna blandaðist blíðri laglínunni“

– M. Stadlen, Daily Telegraph, 3. júní 2014

Tónleikarnir hófust á röð kórverka eftir íslensk tónskáld, m.a. flutti kórinn verk eftir Kjartan Sveinsson (fyrrum hljómborðsleikara Sigurrósar) við Stríðið ljóð Halldórs Laxness úr Sjálfstæðu fólki. Eftir hlé flutti kórinn verkið Islands (Ynysoedd) eftir Breska tónskáldið Jack White, sem flutt var í fyrsta sinn í heild sinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í lok maí síðastliðinn. Í þriðja hluta voru flutt verk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener í minningu skáldsins að viðstöddum fjölskyldumeðlimum hans. Hápunktur kvöldsins var flutningur á verkingu Þrjár Shakespeare Sonnettur sem skáldið samdi fyrir kórinn 2011 og var frumflutt við frábærar viðtökur í Southwark Cathedral í London í nóvember síðasliðnum skömmu eftir lát skáldsins. Næstu tónleikar kórsins verða 19. júní næstkomandi á Alþjóðlegu kóramóti í Umeå í Svíþjóð vegna Menningarborgar Evrópu 2014. 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: