- Advertisement -

Hverra forseti er Steingrímur?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

„Það er á stundum sem þessum sem í ljós kemur úr hverju forseti Alþingis er búinn til, hvort hann er forseti alls þingsins eða hvort hann er forseti ríkisstjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi fyrir stundu, þegar hann tjáði sig um meint svik við Miðflokkinn, þá væntanlega að undirlagi Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, eða með hans samykki, hið minnsta.

„Ég vil byrja á að biðja þingmenn að tala ekki niður til forseta Alþingis og segja að hann sé ekki forseti allra. Það er ekki hans að stjórna þingnefndum og afgreiðslu þeirra. Það gerum við þingmenn í nefndunum. Hér er beinlínis farið fram á að forseti skipti sér af því hvernig nefnd afgreiðir málið. Það eigum við ekki að gera,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: