- Advertisement -

Manhattan ódýrari en Ísland

„Ég held að það sé al­veg auðséð að verðlagn­ing­in skýr­ir þetta. Hún er al­veg út úr korti.“

Grétar Ottó Róbertsson bæklunarlæknir er einn af þeim sem standa að alþjóðlegri ráðstefnu bæklunarlækna.

Í Mogganum er fjallað um ráðstefnuna og þá staðreynd að hún er verr sótt en áður. Þar segir:

Grét­ar Ottó seg­ir hátt verðlag á Íslandi hafa fælt þátt­tak­end­ur frá. „Það hef­ur verið erfitt að skipu­leggja þetta út af verðlag­inu. Það bít­ur veru­lega á okk­ur. Við erum að reyna að fá unga lækna til þess að sækja sér mennt­un en kostnaður­inn hér hef­ur haft veru­leg áhrif á aðsókn á þing­inu. Ég held að ella hefðum við fengið tals­vert fleiri þátt­tak­end­ur. Árið 2004 voru yfir 600 þátt­tak­end­ur en nú eru þeir um 400. Ég held að það sé al­veg auðséð að verðlagn­ing­in skýr­ir þetta. Hún er al­veg út úr korti. Það er ódýr­ara að fara á Man­hatt­an með fjöl­skyld­una held­ur en að fara til Íslands.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: