Allt stefnir í ósigur Ármanns Kr. Ólafssonar í innanflokksglímu hans og þriggja bæjarfullltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ármann var beygður til að fara aðra leið en hann vildi fara og verður að sættast á meirihlutaviðræður við Framsóknarflokkinn og Birki Jón Jónsson, en ekki við BF Viðreisn og Theodóru S. Þorsteinsdóttur, einsog hann kaus að gera.
Verði af meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs er ljóst að Ármann sættist nauðugur á þá niðurstöðu.
Hverjar afleiðingarnar verða af innaflokksátökunum er óvíst. Sama er að segja um hvort Ármann standi jafn sterkur eftir.
Þremenningarnir höfðu, fyrir fáum dögum, sent hola yfirlýsingu til stuðnings Ármanni.