- Advertisement -

Vindill frá útgerðinni, nei takk

Sólbakur EA 5.

Það var sjómannadagur og við vorum á sjó. Þannig var þetta bara. Á sjómannadaginn voru sjómenn, einkum togarasjómenn, á sjó. Þeirra börn voru því án pabba síns þegar börn annarra höfðu pabbann með sér til að fylgjast með hátíðarhöldunum. Hátíðarhöldum til heiðurs sjómönnum, eða þannig.

Þetta var um borð í Sólbaki EA 5. Biggi kokkur hafði þann fínasta mat sem hann gat eldað handa okkur og þegar við vorum langt kominn með matinn kom skipstjórinn, sá mikli sómamaður Stefán heitinn Aspar, með vindla sem var sending frá Úgerðarfélagi Akureyringa, í tilefni sjómannadagsins.

Okkur var öllum brugðið. Kunnum ekki að meta sendinguna. Svo fór að einn okkar hásetanna, sagði eitthvað á þessa leið: Nei, takk. Þetta er hræsni. Þeir meina ekkert með þessu. Hefðu þeir viljað gera vel við okkur á sjómannadaginn hefðu þeir gert betur en þetta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það voru fáir vindlar, ef nokkrir, reyktir um borð í Sólbaki á sjómannadaginn 1977 eða 1978. Man ekki hvort var.

Sjómenn, til hamingju með daginn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: