- Advertisement -

Vilja ekki dónaskap á Alþingi

Alþingi mun í dag ræða tillögu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og annarra í forsætisnefnd þingsins, um siðareglur þingmanna.

Þar segir meðal annars: „Það er því eðlilegt og réttmætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa komið, að í siðareglum fyrir alþingismenn komi fram sú meginregla að þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti og aðra ótilhlýðilega framkomu. Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni og að þingmenn skuli ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra vanvirðandi framkomu.“

Hér er önnur tilvitnun: „Alþingi er ekki hefðbundinn vinnustaður sem sætir stjórn tiltekins vinnuveitanda og vinnuverndarlöggjöf á því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venjulega vinnustaði. Þau markmið sem búa að baki jafnréttis- og vinnuverndarlöggjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kynferðislega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi, eiga þó jafn vel við um alþingismenn, sem og starfsmenn og gesti þingsins, og aðra. Því er nauðsynlegt að skýrlega liggi fyrir hvernig eigi að fyrirbyggja og bregðast við kynferðislegri áreitni á Alþingi ekki síður en á venjulegum vinnustöðum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: