- Advertisement -

Viðreisn og Sósílalistaflokkurinn

Sú fiskisaga flaug á mestu bóluárunum að einn af þáverandi meintum snillingum í viðskiptum, sagði við félaga sinn. „Við verðum svo að fara klára þetta Afríkudæmi.“

Þeir ásamt öðrum, sem töldu sig hafa sigrað heiminn, styrktu ýmislegt í Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Þessi saga á alls ekki rætur sínar í Sósíalistaflokki Íslands og trúlega ekki heldur í Viðreisn. Þó veit ég það ekki.

Sagan minnir samt á orð varaformanns Viðreisnar á Alþingi í gær. Hann sagði:

„Á undanförnum árum hafa lægstu laun í landinu hækkað umtalsvert umfram meðallaun. Raunar höfum við náð þeim árangri að sennilega hafa lágmarkslaun í landinu sem hlutfall af meðallaunum aldrei verið jafn há,“ sagði sem sagt Þorsteinn Víglundsson, varaformaður  Viðreisnar, á Alþingi í gær.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn metur stöðuna þannig að búið sé að bjarga þeim launalægstu, rétt einsog billjónerinn vildi drífa í að gera í Afríku forðum daga. – Þá er það frá. Næsta mál.

Já, Viðreisn vill að þar sem fátækustu eru í öryggri höfn, að þeirra mati, þá verði næst ráðist í að hækka laun menntafólks, sem er ekki vanþörf á. Það er annað mál.

Frambjóðendur Sósíalistaflokksins er allt annars konar fólk. Fólk sem lifir ekki í sama takti og fólkið í Viðreisn. Það fólk glímir við fátækt, óvssu, kvíða, skort og allt það sem verður að breyta.

Auðvitað er rétt metið að því verður ekki breytt í samstarfi við flokk sem nuddar saman lófunum og hreykir sér að því að hafa tekið þátt í að eyða fátækt, lágum launum og nú sé tími til kominn að snúa sér að næsta máli.

Verkefni sósíalista er allt annað og meira krefjandi.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: