- Advertisement -

Átján íslensk barnahjónabönd

Dómsmálaráðherra hafa veitt sautján stúlkum og einum dreng undir átján ára undanþágu til að ganga í hjónaband. Stangast á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verið er að endurskoða mál hér á landi.

„Hversu oft hefur ráðuneytið veitt undanþágu frá skilyrðum um aldur hjónaefna frá því að sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár?“ Þannig hefst fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar VG til dómsmálaráðherra.

„Frá þeim tíma hafa 18 umsóknir um undanþágu borist, en engar vegna einstaklinga yngri en 16 ára. Allar umsóknir hafa verið samþykktar. Í nær öllum tilvikum voru einstaklingar 17 ára á þeim degi þegar leyfi var veitt, en í tveimur tilvikum voru þeir 16 ára,“ segir meðal annars í svarinu.

Hvernig telur ráðherra að umrætt undanþáguákvæði samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum?

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 1989 (barnasáttmálanum), sem öðlaðist gildi hér á landi árið 1992 og var jafnframt lögfestur árið 2013, tekur hugtakið barn til einstaklings sem ekki hefur náð 18 ára aldri, nema hann nái fyrr lögræðisaldri samkvæmt lögum þeim sem hann lýtur. Því hefur verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er svarið í heild.

En þar segir að auki: Ráðherra er þeirrar skoðunar að fylgja eigi þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Norðurlöndum. Þar hafa verið gerðar breytingar á sambærilegum lagaákvæðum um hjúskap eða endurskoðun hafin á gildandi löggjöf með það að markmiði að afnema undanþágur vegna aldurs til þess að ganga í hjúskap og viðurkenna ekki hjónavígslur yngri einstaklinga en 18 ára sem framkvæmdar hafa verið erlendis, nema í sérstökum tilvikum með afar ströngum skilyrðum.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: