- Advertisement -

Siðlaus sjálftaka stjórnmálaflokka

Gunnar Smári Egilsson.

Þetta er fyrstu kosningarnar eftir að forysta þingflokkanna stórhækkaði framlag skattgreiðenda til stjórnmálaflokkanna upp í 650 m.kr. og skaðleg áhrif þess komu strax í ljós. Ofan á tæpar 100 m.kr. sem flokkarnir taka úr borgarsjóði.

Endalausar auglýsingar af forystufólki á strætóskýlum og í dagblöðunum og svo lengri og dýrari auglýsingar en sést hafa í sjónvarpi síðan á gamlársdag 2007 þegar öll eignarhaldsfélög landsins keyptu um sig lofgjörð í Ríkissjónvarpinu.

Norðurkóresk lofgjörð

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi sjálftaka forystu flokkanna af skattfé verður að stöðva. Hún er ekki bara skammarleg (flokkarnir taka úr ríkis- og borgarsjóði því sem nemur skatt- og útsvarsgreiðslum um 1200 einstaklinga á lágmarkslaunum. Hvort haldið þið að almenningur myndi kjósa; að 1200 af lægst launaða fólkinu yrði gert skattfrjálst, að ráðstöfunarfé þess myndi hækka um 52 þús. kr. á mánuði eða að forysta flokkanna fengi að eyða þessum peningum í Norðurkóreska lofgjörð um sjálfan sig?), sjálftakan er ekki bara skammarleg heldur er hún líka andlýðræðisleg og hættuleg samfélaginu.

Til að kæfa þróunina og tryggja völd

Þing- og borgarstjórnarflokkar eru með fjáraustri úr almannasjóðum að reyna að verja sig fyrir samkeppni á svipað hátt og þeir gerðu með 5% þröskuldinum, hæstu aðgangshindrun í lýðfrjálsum kosningum í veröldinni. Samanlagt er þetta tvennt, óeðlilegur þröskuldur inn á þing og stórkostlegir styrkir til þeirra flokka sem þangað sleppa, tilraun til að kæfa eðlilega þróun stjórnmálanna og tryggja völd flokksforystunnar í hverjum þessara flokkum, gera hana óháða grasrótinni um fjárstuðning og sjálfboðaliðastarf.

Því fólki er ekki treystandi

Við sitjum uppi með forystu nokkurrar flokka, sem hefur sameiginlega hagsmuni og tengjast miklu fremur hvor annarri en grasrót eigin flokka (eins og sést á núverandi ríkisstjórn), fáskipuð stjórnmálastétt sem nánast einokar stjórnmálasviðið og stjórnar landinu í umboði einskis nema peninganna sem þetta fólk hefur skammtað sjálfu sér úr almannasjóðum. Það verður að stoppa þessar gripdeildir spilltrar stjórnmálaforystu. Hún er að breyta lýðræðinu okkar í þjófabæli. Og smekkleysu. Stjórnmálafólk sem tæmir almannasjóði til að prenta af sér brosandi flennimyndir er ekki treystandi til að fara með almannafé.

Gunnar Smári Egilsson.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: