- Advertisement -

Borga 1.700 á tímann og kvarta sáran

Helga Árnadóttir segir launakostnað vera ferðaþjónustunni erfiðan.

Helga Árnadóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtak ferðaþjónustunnar, hafði orð á því í síðustu viku að hátt gengi krónunnar og hár launakostnaður hitti ferðaþjónustuna illa fyrir. Helga minntist hvergi á verðlagninguna, sem oft má kalla okur.

Margt fólk sem starfar við ferðaþjónustuna fær ekki skilið hvers vegna það er að sliga fyrirtækin. Laun rútubílstjóra eru til að mynda 1.703 krónur á tímann. Þá skiptir engu hversu stórum bílum þeir aka eða hversu marga farþegar þeir hafa.

Viðmælandi okkar sagði að þau fyrirtæki sem ráða ekki við að borga þau lágu laun sem tíðkast víða í ferðaþjónustunni verði einfaldlega að viðurkenna vanmátt sinn og hætta.

Orð Helgu var trúlega fallið í grýttan jarðveg. Til að mynda er það fólk sem fær rétt um sautján hundruð krónur á tímann ekki tilbúið til að taka undir orð framkvæmdastjórans fráfarandi.

Svo er mögulegt að Helga hafi átt við laun yfirstéttarinnar, en hjá fólkinu sem tilheyrir henni eru launin margfalt meiri en annarra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: