- Advertisement -

„Veruleikafirringin er ótrúleg“

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnarsambandsins er ósáttur og boðar aðgerðir gegn gerviverktöku. „Það verður að stöðva þá vitleysu.“

Kristján Þórður Snæbjarnarson:
„Það er ótrúlega sorglegt að Katrín Jakobsdóttir geri sér ekki grein fyrir því að alþingismenn eru búnir að fá 45% launahækkun sem hefur að sjálfsögðu áhrif út í samfélagið.“

„Það er ótrúlega sorglegt að Katrín Jakobsdóttir geri sér ekki grein fyrir því að alþingismenn eru búnir að fá 45% launahækkun sem hefur að sjálfsögðu áhrif út í samfélagið. Þú getur ekki sagt að aðrir eigi að vera hófstilltir ef þú hefur sjálf/sjálfur fengið 45%!!!! Veruleikafirringin er ótrúleg! Kann þetta fólk ekki að skammast sín?“

Þetta eru orðrétt skrif Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambandins. Tilefni skrifanna eru atburðirnir í Hörpu.

„Það er auðvitað fáránlegt að stofnun sem þessi lækki laun starfsmanna og setji réttindi starfsmanna í lægsta flokk eða amk. mjög nálægt því. Á sama tíma hækki laun efstaklerks óeðlilega mikið. Í fréttinni er síðan vísað í samtal við forsætisráðherra sem vísar til þess að ríkisstofnanir þurfi að sýna skynsemi í launahækkunum,“ skrifar á hann á Facebooksíðu sína.

Þar er hann spurður um gerviverktöku og hvort hún eigi að viðgangast. Hann svarar:

„Já við erum að fara í átak vegna svona gerviverktöku! Það verður að stöðva þá vitleysu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: