- Advertisement -

Vill ekki banna verðtryggingu

Telur afnám verðtryggingar skaða helst fólk með lágar tekjur. Segist sjálfur vera í forréttindarstöðu.

„Ég er enn sem komið er á móti því að banna verðtryggingu vegna þess að ég tel að það myndi einfaldlega útiloka fólk með lægri tekjur frá því að geta tekið lán yfir höfuð,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

En hvers vegna?

„Ég held að vextirnir myndu ekki lækka, vissulega ekki upp að slíku marki að þeir færu niður í að vera þannig að fólk á lægri tekjum réði við þá. Því var nú hreytt framan í mig og fleiri á Facebook um daginn að fólk þessarar skoðunar væri einhvern veginn varðhundar fjárvaldsins og á móti verkalýðnum. Það er akkúrat öfugt. Það eru einungis hagsmunir lágtekjufólks sem fá mig á þá skoðun. Ef ég hefði ekki áhyggjur af hagsmunum lágtekjufólks væri mér alveg sama þótt verðtrygging væri bönnuð.“

Hvaða fólk hefur helst hag af því að geta valið sér verðtryggð lán hér eftir sem hingað til?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ástæðan fyrir því að ég vil ekki banna hana er að ég tel það andstætt hagsmunum lágtekjufólks. Það er eina ástæðan. Annars mætti þetta allt vera óverðtryggt mín vegna. Ég hef efni á því vegna þess að ég er á góðum launum og kem úr bransa, forritunargeiranum, þar sem ég get almennt gengið að góðum launum vísum ef ég kýs. Eina ástæðan fyrir því að ég yrði á lágum launum sem forritari er ef ég kysi mér starf sem væri þess eðlis að það væru lægri laun í þeim geira. Ég gæti gert það en það væri þá líka meðvitað val. Ég er í forréttindastöðu þegar kemur að þessu og get tekið óverðtryggð lán á fáránlega háum vöxtum en það eru bara ekkert allir í þeirri stöðu. Langt í frá reyndar.“

Unnið úr ræðu sem þingmaðurinn hélt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: