Guðlaugur Þór með brandara, eða ekki
„Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Þetta má lesa á Vísi.
Þar segir frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis hafi svarað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í þingræðu svona: „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“
Þessi tilraun til fyndni ráðherrans mun hafa fegnið harða gagnrýni í netheimum.
„Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann.
Víst er að fáum varð ljóst að ráðherrann var að reyna að vera fyndinn þegar hann talaði um reyunsluleysi Þorgerðar Katrínar og hann segist ekki hættur að slá um sig með fyndni.