- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur armur hinna ríku

Gunnar Smári Egilsson.
Íslensk stjórnmál eru þannig í grunninn samsæri gegn almenningi. GRECO er að reyna á kurteisan máta að benda ykkur á þetta.

Pólitískur armur hinna ríku, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur lagt áherslu á að halda fjármálaráðuneytinu, til að verja skattsvik og -undanskot hinna ríku, og dómsmálaráðuneytinu, til að koma sínu fólki í lykilstöðu innan lögreglunnar svo hún verji hina ríku og berji á almenningi ef hann rís upp og krefst réttlætis. Þetta hefur öllum lengi verið ljóst á Íslandi og er augljóst útlendingum sem skoða málið, eins og GRECO, samtökum gegn spillingu. Þetta sjúklega ástand er stutt af flest öllum stjórnmálaflokkum, sem beygja sig undir vilja hinna ríku. Þeir sætta sig við að heyja stjórnmál á heimavelli hinna ríku og eftir reglum þeirra. Á liðnum tíu árum hafa eftirtaldir flokkar fórnað almannahagsmunum í samstarfi við spillingarflokkinn sjálfan, Sjálfstæðisflokkinn: VG, Framsókn, Viðreisn, Björt framtíð, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar hafa fært Sjálfstæðisflokknum dómsmálaráðuneytið og allir fjármálaráðuneytið fyrir utan þá skömmu hríð sem Benedikt Jóhannesson sat þar, en Viðreisn er brot úr Sjálfstæðisflokknum og Benedikt hluti Engeyjarættarinnar svo það breytti ekki miklu. Það er því fullkomin og órjúfanleg samstaða forystu helstu stjórnmálaflokka á Íslandi um að inntökuskilyrði í íslensk stjórnmál sé að fórna hagsmunum almennings fyrir hagsmuni hinna ríka. Sá flokkur sem ekki felst á þetta telst ekki stjórntækur. Íslensk stjórnmál eru þannig í grunninn samsæri gegn almenningi. GRECO er að reyna á kurteisan máta að benda ykkur á þetta.

Gunnar Smári Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: