- Advertisement -

Hver mætir svo til samtalsins?

Ríkisstjórnin:
Hver mætir svo til samtalsins?

„Ríkisstjórnin leggur áherslu á að gott samstarf takist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að varðveita efnahagslegan stöðugleika og efla velferð,“ segir í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar.

„Þannig megi stuðla að farsælli niðurstöðu í kjarasamningum sem varðveiti óvenju mikla kaupmáttaraukningu síðustu ára með hóflegum launahækkunum og skili heimilunum áfram auknum kaupmætti,“ segir þar einnig.

„Framsýn, stéttarfélag fagnar nýjum straumum í íslenskri verkalýðsbaráttu,“ segir óí samþykkt Framsýnar, verkalýðsfélagsins á Húsavík, þar sem Aðalsteinn Baldursson er í forystu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar segir einnig: „Framsýn hefur ítrekað ályktað um stöðuna í kjaramálum og kallað eftir öflugri verkalýðsbaráttu. Félagið lagðist á árar með þeim stéttarfélögum innan ASÍ sem vildu að samningunum yrði sagt upp nú í febrúar enda allar forsendur kolfallnar.“

Víst er að það fólk sem er að verða hvað mest ráðandi í verkalýðshreyfingunni mun mæta ríkisvaldinu með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til. Trúlega verður áherslan á krónutöluhækkanir og að lægstu laun hækki strax.

Vilhjálmur Birgisson.
Hann er í hópi þeirra sem vilja sækja fram af meiri krafti en hingað til.

Meðan flautar ríkisstjórnin allt annað lag en þetta fólk gerir. Lesum þetta: „Ýmsar ráðstafanir hafa nú þegar verið kynntar í þessu skyni, svo sem hækkun atvinnuleysisbóta, og samtal hefur verið boðað um endurskoðun á tekjuskattskerfinu.“

Telja má víst að nýtt forystufólk hafi ekki þolinmæði til samtals í óljósri framtíð. Framundan er óvissa í samskiptum ríkisvalds og nýrri forystu í verkalýðsfélögum, s.s. VR og Eflingu ásamt VLFA, með Vilhjálm Birgisson, og Framsýn með Aðalstein Baldursson.

Núverandi stjórnarmaður í áberandi verkalýðsfélagi hringdi og sagði meðal annars. „Við getum lokað Flugstöðinni á þremur dögum. Ef ræstingarfólk fer í skammtímaverkfall þá lokast allt.“ Hann bætti við fleiri leiðum sem geta neytt ríkisvaldið og atvinnurekendur til að hlusta.

Framundan er átök sem ekki er víst að Bjarni Benediktsson og hans fólk átti sig á hversu hörð þau kunna að verða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: