- Advertisement -

Ríkið ábyrgist 970 milljarða

Mestu munar um Íbúðalánasjóð sem hugsanlega þarf meiri ríkispeninga á allra næstu árum.

Af 970 milljörðum sem ríkið ábyrgist munar miklu um Íbúðalánasjóð. Ríkisábyrgð vegna Íbúðalánasjóðs eru 794 milljarðar.

„Á næstu árum gerir sjóðurinn ráð fyrir neikvæðri þróun afkomu vegna þess misræmis sem er milli eigna og skulda sem er tilkomið vegna uppgreiðslna lána. Ef það gengur eftir, kann að vera þörf á frekari framlagi ríkssjóðs til Íbúðalánasjóðs á síðara hluta tímabils ríkisfjármálaáætlunar, í því skyni að tryggja sjóðnum viðunandi eiginfjárstöðu,“ segir í nýframlagðri fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar.

Þar segir að áhætta í rekstri Íbúðalánasjóðs snúi fyrst og fremst að uppgreiðsluáhættu ásamt vaxta og verðbólguáhættu. „Vegna batnandi efnahagsaðstæðna hefur dregið úr útlánaáhættu en uppgreiðslur lána hafa hins vegar verið miklar. Þá er stór hluti af eignum utan lánasafns ávaxtaður í óverðtryggðum eignum og því hefur verðbólguáhætta aukist,“ segir þar.

„Tap Farice ehf. nam 1.903 þúsundum evra til samanburðar við 3.402 þúsundum á fyrri hluta árs 2016. Rekstur félagsins hefur farið batnandi á undanförnum árum þótt það sé enn rekið með tapi. Áfram verður unnið að því að bæta rekstrarniðurstöðuna og nýta laust fé til að greiða upp skuldir. Á næsta ári skapast tækifæri til endurfjármögnunar án ríkisábyrgðar. Með óbreyttu eignarhaldi getur fjárhagsleg áhætta ríkissjóðs farið vaxandi ef áframhald verður á taprekstri félagsins. Stærsta einstaka áhættan er varðar rekstur félagsins liggur í innkomu nýrra aðila á markaðinn með lagningu nýs sæstrengs,“ segir um vandræðabarnið í hópi fyrirtækja og stofnanna sem njóta ríkisábyrgðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: