- Advertisement -

„Það þarf að hækka frítekjumarkið“

„Síðasta ríkisstjórn jók greiðslur til eldri borgara um 24 milljarða frá árinu 2016–2017. Hins vegar var ákveðinn hópur eldri borgara fyrir verulegum skerðingum þegar frítekjumarkið var lækkað, sem þýddi í mörgum tilfellum umtalsverða lækkun á ráðstöfunartekjum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, fyrir um hálfu ári, þá stjórnarandstæðingur.

„Þetta er einmitt fólkið sem er enn á vinnumarkaðnum og langar að vinna áfram. Þessi hópur upplifir ekki aðeins verri kjör heldur að búið sé að setja ákveðnar skorður á hann, að skilaboð samfélagsins séu að eldri borgarar eigi að yfirgefa vinnumarkaðinn,“ sagði hún í þingræðu þá.

„Þetta tel ég kolröng skilaboð því lífaldur þjóðarinnar fer ört hækkandi. Ég segi: Það þarf að hækka frítekjumarkið aftur. Það þarf að gera það mun hraðar en nú er gert ráð fyrir,“ sagði hú næst og bætti svo við:

„Eldri borgarar eiga inni hjá okkur að við bregðumst hratt og örugglega við. Við í Framsóknarflokknum erum svo sannarlega tilbúin til að vinna að leiðum svo að það geti orðið að veruleika. Það vill nú þannig til, og beini ég þessu til ríkisstjórnarinnar, að þessi hópur eldri borgara hefur enga þolinmæði til að bíða eftir frekari aðgerðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: