- Advertisement -

Sigurður Ingi boðar vegatolla

„En til þess að geta tekið á þeim stór­kost­lega vanda sem við glím­um við vegna auk­inn­ar um­ferðar og vegna þess að við höf­um ekki sinnt viðhaldi nægj­an­lega vel í alltof mörg ár, þá höf­um við líka verið með til skoðunar hvort að hægt sé að fara í að flýta ákveðnum mik­il­væg­um verk­efn­um til hliðar með ein­hvers kon­ar gjald­töku.“

Þetta er bein tilvitnun í viðtal við samgönguráðherrann, Sigurð Inga Jóhannsson, og er að finna á mbl.is.

Þar segir einnig: „Tvö­föld­un vega í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins er að hluta til inni í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árin 2019-2023. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra, í sam­tali við mbl.is.“

Skýrar þarf ekki að tala.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í viðtali sem hann átti við Lindu Blöndal, í Þjóðbraut á Hringbraut, í desember síðastliðnum sagði hann að vegatollar séu ekki leið sem hann vilji fara í fjármögnun samgönguúrbóta og hafnar þeim hugmyndum sem Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra varpaði fram.

Nú hefur hann snúið inn á leið Jóns Gunnarssonar og Sjálfstæðisflokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: