- Advertisement -

Í Sjálfstæðisflokknum má ekki tala um nýjar hugmyndir

Stjórnmál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er að hætta sem borgarfulltrúi, hún var ekki í framboði að þessu sinni. Henni finnst að enn eigi eftir að gera ýmislegt upp innan Sjálfstæðisflokksins.

„Reykjavík situr eftir og þar á eftir að fara fram hið frjálsynda uppgjör, þar sem innra starfið í Reykjavík er hreinlega í molum.  Það er ekki talað um góðar hugmyndir og það má ekki tala um nýjar hugmyndir og unga fólkið fær ekki áheyrn. Þetta allt er eftir hjá Sjálfstæðisflokknum.“

Þessi orð og fleiri féllu í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Þorbjörg Helga: Sjálfstæðisflokkurinn á ekki innistæðu til að vera óheiðarlegur í eina mínútu, eða segja eitthvað vafasamt.
Þorbjörg Helga: Sjálfstæðisflokkurinn á ekki innistæðu til að vera óheiðarlegur í eina mínútu, eða segja eitthvað vafasamt.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar ég horfi á þetta utanfrá, í fyrsta sinn í langan tíma, þá finnst mér einsog Samfylkingin hafi lært að keyra kosningabaráttu. Kosmingabaráttan hjá þeim var mjög góð. Meðan við vorum í kosningabaráttu sem við réðum ekki við. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki innistæðu til að vera óheiðarlegur í eina mínútu, eða segja eitthvað vafasamt. Við fórum, að mínu mati, í ranga átt.“

Egill Helgason fjölmiðlamaður var einnig gestur þáttarins. Hann sagði þetta um Sjálfstæðisflokkinn.

„Ég held að Bjarni styrki sig í þessum kosningunm. Það eru góðar kosningar á hans svæði, í bláa beltinu, svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn er í miðju uppgjöri milli frjálsyndu aflanna og íhaldsaflanna. Við sjáum hvernig Morgunblaðið, og fleiri hafa hagað sér, í kosningabaráttunni , nánast lýst yfir stuðningi við Framsókanrflokkinn og gefið þessari útlendinga andúð undir fótinn. Ég held að frjálsynda fólkið í Sjáflstæðisflokknum þurfi að bíta í skjaldarrendur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: