- Advertisement -

Eldra fólk er ekki baggi á ríkissjóði

Haukur Arnþórsson.

„Enda þótt ríkið greiði tæpa 60 milljarða á ári í eftirlaun (kallað ellilífeyrir af Tryggingastofnun) er gamla fólkið ekki baggi á samfélaginu. Einfaldlega vegna þess að það fær tæplega 100 milljarða í tekjur frá lífeyrissjóðunum; peninga sem það á og hefur safna um ævina og greiðir af þeim á að giska helming í opinber gjöld eða tæpa 50 milljarða (tekjuskatt og veltuskatta). Þá fær það um 28 milljarða í launatekjur og 36 milljarða í eignatekjur. Það gefur hinu opinbera um 30 milljarða í viðbót í opinber gjöld.

Ríkið fær líka hátt í helming sinnar 60 milljarða greiðslu til baka í opinberum gjöldum sem eru þá kannski 25 milljarðar. Þannig fær hið opinbera nálægt 105 milljarða frá gömlu fólki í opinberum gjöldum, en lætur tæplega 60 af hendi – og græðir á öllu saman nálægt 45 milljarða. Ríkið notar þannig gamla fólkið til þess að fjármagna rekstur sinn – þótt alltaf sé gefið í skyn að það sé samfélaginu dýrt.

Þegar við segjum að það kosti 15-20 milljarða að afnema allar skerðingar og gefa skattaafslátt til tekjulægsta hópsins þannig að hann hafi yfir tekjuviðmiði (útrýma fátækt) þá væri ríkið enn ekki farið að greiða með gömlu fólki þótt það yrði gert. Það hagnaðist eftir breytinguna enn um 20-30 milljarða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessir eru töfrar mjög góðs lífeyriskerfis. Hjá okkur skiptir aldurssamsetning þjóðarinnar líka minna máli en annars staðar því gegnumstreymishluti (Tryggingastofnun) eftirlauna er innan við 40% af öllum eftirlaunum (um 25% af heildartekjum aldraðra) og er það næstum því eins dæmi. Skilja allir það sem ég hef sagt hér?“

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur birti greinina fyrir skömmu á Facebook.

Fyrirsögnin er Miðjunnar, en sótt í texta höfundar.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: