- Advertisement -

Bjarni hvatti þingmann Miðflokksins til að ganga í Sjálfstæðisflokkinn

Benti síðan þingmanninn að óska eftir fundi í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hvet háttvirtan þingmann bara að koma aftur í flokkinn og sækja þar fundi ef hann hefur svona mikinn áhuga á því starfi sem þar fer fram,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann átti í orðastað við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, á Alþingi fyrr í dag.

Bergþór leitaði skýringa á samþykkt landfundar Sjálfstæðisflokksins um framtíðaráform sjúkrahúsa. Hann sagði að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið ályktað með þeim hætti að ástæða sé til að hrósa flokknum sérstaklega fyrir fína ályktun sem sneri að Landspítalanum. Næst sagði hann: „Sjálfstæðismenn ályktuðu m.a. svo og sögðu, með leyfi forseta: „Lokið verði þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem er komin á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi. Farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu með öryggi og sterkari samgönguleiðum að leiðarljósi.““

Borgþór vitnaði til vina sinna í Sjálfstæðisflokknum og sagði: „En það skildi ekki einn einasti þeirra ályktunina sem svo að verið væri að álykta um annað sjúkrahús og að klára ætti uppbyggingu við Hringbraut.“

„Ég veit ekki hvaða erindi það á í sjálfu sér hingað inn í þingsal að þingmaður Miðflokksins kalli eftir skýringum á ályktun í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Við ættum kannski að gera það að vana okkar að fara reglulega yfir ályktanir hinna ýmsu flokka. Það gæti verið uppbyggilegt. En í þessu máli erum við einfaldlega að tala um að það mun rísa spítali við Hringbraut, Landspítalinn. Hann verður bráða- og háskólasjúkrahúsið. Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar að það sé orðið tímabært að huga að frekari uppbyggingu sjúkrahússþjónustu, m.a. vegna þeirra atriða sem talað er um í viðkomandi ályktun,“ svaraði Bjarni.

Bjarni sagði einnig: „Ég held að háttvirtur þingmaður ætti jafnvel að fara tafarlaust fram á fund í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins og mæta þar og spyrja bara hverju það sæti að verið sé að álykta með óskýrum hætti. Háttvirtur þingmaður ætti kannski bara að setja sig í samband við formann velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, setjast niður með honum og spyrja hvernig rétt sé að túlka ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins í velferðarnefnd.“

Svo fór að forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon sagði: „Forseti tekur fram, til að fyrirbyggja misskilning, að yfir stendur fundur á Alþingi en ekki landsfundur Sjálfstæðisflokksins.“

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: