- Advertisement -

Ósætti með Þorgerði Katrínu

„Í meira tíu ár störfuðum við Þorgerður Katrín saman í Sjálfstæðisflokknum.“ Skrifar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðsflokksins, allt annað en ánægður með framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar.

Hann heldur áfram og skrifar: „Tókumst á í prófkjörum, stóðum saman í kosningabaráttu þar sem við fórum m.a. mjög oft saman í vinnustaðaheimsóknir. Ég studdi hana til áhrifa í flokknum eins og svo margir aðrir. Það var hennar ákvörðun á sínum tíma að stíga til hliðar við erfiðar aðstæður en hún hafði alla möguleika á að stíga aftur inn á vettvangi flokksins,“ rifjar hann upp.

Jón leynir ekki onbriðgum sínum þegar hann skrifar: „Fram á síðustu stundu leitaði hún eftir stuðningi við fólk í sínu sveitarfélagi vegna prófkjörs flokksins árið 2016 en kaus að stíga ekki dansinn með okkur fyrri félögum sínum og taka þátt í þeirri baráttu. Mér finnst framkoma hennar í ræðu og riti undanfarið vera fyrst og fremst henni til minnkunar og um leið köld skilaboð til þeirra fjölmörgu sem studdu hana til starfa og áhrifa á vettvangi flokksins.“

Ekki fer á milli mála að innan raða Sjálfstæðisflokksins gætir ósættis í garð Þorgerðar Katrínar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: