- Advertisement -

Vælukjóar í Valhöll

Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kvartað við erlenda eftitlitsstofnun um að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki samdægurs, og lögbann var sett á Stundina og henni gert óheimilt að birta fréttir af vonlausu fjármálavafstri Bjarna Benediktssonar, hætt allri umfjöllun um Bjarna, lögbannið og viðskiptatilraunir hans.

Þetta var gert fyrir síðustu kosningar. Ekki er annað að sjá en Sjálfstæðisfólk hafi verið sannfært um, að með fengnu lögbanni Þórólfs Halldórssonar sýslumanns, myndi öll neikvæð umræða um Bjarna leggjast af. Kannski um aldur og ævi?

Í dag skrifar ritari Sjálfstæðisflokksin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, í Moggann og finnur að því að formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, hafi minnst á og rifjað upp að Bjarni stakk tveimur merkum skýrslum undir stól og faldi þar framyfir kosningarnar 2016.

Það er flokknum ekki til vegsauka að vola mikið. Kannski ætti fleira forystufólks að leita til Omega eftir guðsblessun. Fara að dæmi Eyþórs. Og finna innri frið. Það verður að segja að Sjálfstæðisflokkurinn, hinn eini sanni valdaflokkur Íslands, skapar hverja fréttina af annarri af eigin starfi. Og ekki allar jákvæðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: