- Advertisement -

Má löggan ljúga?

Mörgum fer illa að fara með völd. Það sést meðal annars á löggunni. Vald hennar er mikið og vandmeðfarið.

Í nýegri blaðagrein skrifa Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir:

„Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.“

Best er að álykta sem svo að þarna hafi hallað réttu máli. Þegar gengið var á lögregluna vegna þessa, að hún hafi eytt sönnungargögnum og það löngu áður en fyrningarfrestur var á enda, kom í ljós að að þrátt fyrir endurteknar fullyrðinar um annað, var aðalsönnunargagnið til.

„Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ segir einnig í grein þeirra Bergs og Evu Völu.

Þar sem allt bendir til ósanninda lögreglunnar, er eðilegt að spurt sé: má löggan ljúga og svarið er einfalt, auðvitað ekki.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: