- Advertisement -

85 prósenta skattur á Íslandi

Umræðan Öryrkjar, til dæmis, geta þurft að þola að borga allt að 85 prósenta skatt. Þetta má lesa úr reiknivél Tryggingastofnunnar. Hér er reiknað fyrir sextugan öryrkja sem býr með maka sínum og í eigin húsnæði. Ekki fylgir hversu miklar skuldir eru á eigninni enda skiptir það engu í útreikningum TR.

Fái öryrkinn lífeyri frá TR sést á fyrri myndinni hverjar greiðslurnar eru, eða verða. Á seinni myndinni sést hvernig 85 prósenta skatturinn nær öryrkjanum. Ríkið hrifsar til sín 85 prósent af lífeyrisgreiðslunni. 85 prósent.

Inneignin hjá lífeyrissjóðnum er eign öryrkjans, nokkuð sem hann hefur greitt til í áratugi með launatekjum og eðlilega greitt skatta á þeim tíma. Skatturinn er því raun hærri.

Ekki er minnsti vafi á að ráðafólkið okkar vill hafa þetta svona og ætlar að hafa þetta svona. Það lifir sjálft við allt önnur kjör og í raun í allt öðrum heimi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Dæmi 1: Hér er ekki gert ráð fyrir neinum greiðslum úr lífeyrissjóði. Heildargreiðslan er 20.000 krónum undir framfærlsuviðmiðum. Hér gerðist ekkert óvart. Ráðafólk hefur náð sínu fram.
Dæmi 2: Hér eru sömu forsendum, nema að bætt er við 100.000 úr lífeyrissjóði. Tekjurnar aukast aðeins um 15.000 krónur við það og er enn undir framfærsluviðmiðum.

„Virðing­in fyr­ir sjálfsafla­fé og eign­um ein­stak­linga er lít­il,“ skrifar þingmaðurinn Óli Björn Kárason í Moggann í dag. Auðvitað á hann ekki við það fólk sem verst stendur. Vel á  minnst. Auðlegðarskatturinn var lagður af með þeim rökum helstum að hann hafi orðið til þess að einhverjir greiðendur hans öfluðu ekki nóg til að gera borgað hann og urðu jafnvel að ganga á eignir sínar.

En hvað gerir öryrki sem borgar 85 prósenta skatt? Ef hann á eignir þá eðlilega selur hann. Velferðarráðuneytið segir nefnilega að lágmarks framfærsla sé 223.000 krónur á mánuði, eða hærri en sem nemur tekjum öryrkjans, með eða án lífeyrissjóðsins.

Sjálftaka ríkisins af lífeyri fólks er eðlilega óþolandi. Hún viðgengst þar sem enginn áhugi er til breytinga. Allt sem ráðamenn segja og hafa sagt er markleysa. Reynslan segir að engu skipti hvaða flokkar koma að ríkisstjórn Íslands. Auðvaldið ræður.

Það er ekki að undra að fólk leiti sér heimilis í öðrum löndum. Vilji yfirgefa þrælaeyjuna.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: